Hagnaður fjármálafyrirtækisins Citigroup jókst um rúm 3% milli ára á fyrsta fjórðungi ársins. Nam hagnaðurinn tæplega fjórum milljörðum Bandaríkjadollara á tímabilinu. Má meðal annars rekja aukningu í hagnaði bankans til minna taps á eignum á vegum Citi Holdings, sem er sá hluti bankans sem Citigroup aðskildi frá aðalrekstri sínum í kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008.

Nam tap á eignum Citi Holdings 292 milljörðum Bandaríkjadollara þennan fjórðunginn miðað við tæplega 800 milljarða á sama tíma í fyrra. Lýsti forstjóri CItigroup, Michael Corbat, yfir ánægju með niðurstöðurnar, sem telast jákvæðar í ljósi þess að bankinn féll á álagsprófi á vegum Seðlabanka Bandaríkjanna á fjórðungnum. JP Morgan birti einnig uppfjör fyrir fyrsta fjórðung ársins um helgina. Dróst hagnaður bankans saman um tæplega fimmtung miðað við sama tíma í fyrra, og nam 5,3 milljörðum BAndaríkjadollara. Mestu munaði um hagnað á sviði fasteignalána bankans sem dróst saman um 80% á milli ára.