Bandaríski bankinn Citigroup hagnaðist um 3,8 milljarða dala, jafnvirði tæpra 450 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 1,23 sentum á hlut samanborið við 95 sent á hlut á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Þetta er 30% aukning á milli ára og betri afkoma en markaðsaðilar bjuggust við. Fjárfestar í Bandaríkjunum tóku vel í afkomutölurnar og hækkaði gengi hlutabréfa bankans um 2,6% við upphafi viðskiptadagsins.

Tekjur Citibank námu 20,5 milljörðum dala sem er 6% aukning frá fyrstu þremur mánuðum síðasta árs. Vöxturinn er mestur í fjárfestingarhluta bankans og miðlun auk þess sem útlána hafa aukist frá í fyrra. Á sama tíma og það gerðist dróst viðskiptabankahluti Citigroup saman um 11%.

Á vef bandaríska dagblaðsins The Los Angeles Times segir að Michael Corbat, sem tók við forstjórastólnum af Vikram Pandit í fyrra, hafi brýnt niðurskurðarhnífinn, sagt upp 11 þúsund starfsmönnum og breytt útibúanetinu.