Hagnaður bandarísku bankasamstæðunnar Citigroup lækkaði um 11% á milli ára á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og var töluvert undir væntingum greiningaraðila.

Hagnaður bankans á tímabilinu nam 1,16 milljörðum Bandaríkjadala, samanborið við hagnað upp á 1,3 milljarða dali árið áður.

Hagnaður bankans á árinu í heild nam þó 11,3 milljörðum dala og jókst um 6% á milli ára. Sá hagnaður er einnig töluvert undir væntingum greiningaraðila á Wall Street. Tekjur bankans á árinu nam 78,4 milljörðum dala, samanborið við 86,6 milljarða árið 2010.