Coca-Cola skilaði 2,61 milljarða dollara hagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa árs og jókst hagnaður félagsins um 12,5% frá sama tímabili í fyrra. Hagnaður á hlut nam 63 sentum á hlut en meðaltal greiningaraðila hafði gert ráð fyrir 61 senta hagnaði á hlut. Að sögn stjórnenda fyrirtækisins var 4% vöxtur í Coke vörumerkinu og yfir 10% í Zero línu fyrirtækisins helstu ástæður fyrir sterku uppgjöri

Tekjur námu 10 milljörðum dollara á tímabilinu og jukust um 8% frá sama tímabili í fyrra. Tekjurnar voru í takt við meðaltal greiningaraðila sem hljóðaði upp 9,99 milljarða dollara. Þá hækkaði fyrirtækið spá sína um tekjuvöxt fyrir árið og gerir nú ráð fyrir 5% vexti.

Fjárfestar tóku vel í uppgjör fyrirtækisins en hlutabréfaverð þess hækkaði um 3,6% á fyrirmarkaði.