Coca cola
Coca cola
© AFP (AFP)
Hagnaður Coca Cola Co., stærsta gosdrykkjaframleiðanda heims, jókst um 18% á öðrum ársfjórðungi með aukinni sölu í Rómensku Ameríku og Asíu. Hagnaður nam 2,8 milljörðum dollara eða 1,20 dollarar á hlut. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 2,37 milljöðrum dollara, eða 1,02 dollara á hlut af því er fram kemur í frétt Bloomberg.

Heildarsala Coca Cola jókst um 47% í 12,7 milljarða dollara sem skýrist að hluta til af því að fyrirtækið yfirtók sinn stærsta dreifingaraðila. Mat ellefu sérfræðinga var að salan yrði 12,4 milljarðar dollara.

Philip Gorham sérfræðingur hjá Morningstar Inc. segir ekki hafa komið á óvart hve mikið markaðir uxu erlendis heldur hve mikið. Hlutabréf Coca Cola hækkuðu um 1,54 dollara, eða 2,3%, í 68,66 dollara í kauphöllinni í New York í morgun.