Hagnaður Coca-Cola Company, stærsta gosdrykkjaframleiðanda heims, nam 79 centum á hlut á síðasta ársfjórðungi 2011. Er það nokkru meira en spár gerðu ráð fyrir, að því er Bloomberg greinir frá.

Tekjur minnkuðu töluvert frá fjórða ársfjórðungi 2010, þegar þær voru 5,77 milljarðar dollara. Nú námu þær 1,65 milljörðum en yfirtökur skýrðu miklar tekjur árið áður. Söluaukning var hjá félaginu í Kína og Japan.

Gengi hlutabréfa í félaginu hækkuð um 1,4% vestanhafs í dag, eftir birtingu uppgjörsins.