*

laugardagur, 23. október 2021
Innlent 7. ágúst 2021 08:55

Hagnaður Curio dróst saman

Hagnaður og tekjur fiskvinnsluvélaframleiðandans, sem er í helmingseigu Marels, drógust saman á síðasta ári.

Ritstjórn
Elliði Hreinsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Curio.
Haraldur Guðjónsson

Fiskvinnsluvélaframleiðandinn Curio hagnaðist um 146 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um 35 milljónir króna. Tekjur félagsins námu ríflega einum milljarði króna, samanborið við tæplega 1,2 milljarða árið áður.

Eignir námu 1,6 milljörðum króna í árslok 2020 og eigið fé ríflega einum milljarði króna.

Curio var stofnað árið 2008 af framkvæmdastjóranum Elliða Hreinssyni en fyrir um tveimur árum keypti Marel helmingshlut í fyrirtækinu.

Stikkorð: Marel uppgjör Curio