Hagnaður Daimler AG, framleiðanda Mercedes Benz bifreiða, nam 1,4 milljörðum evra á fyrsta ársfjórðungi. Nam hagnaður sama tímabils í fyrra 1,2 milljörðum evra og hækkaði því um 20% milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í morgun.

Alls seldi Daimler AG 502.100 bíla sem er 9% aukning milli ára.

Afkoma af Mercedes Benz fólksbílum svipuð og í fyrra

Afkoman af Mercedes Benz hluta samstæðunnar var svipuð og í fyrra. Alls seldust 338.300 Mercedes Benz bifreiðar á tímabilinu í samanburði við 310.700 bíla á sama tímabili í fyrra.

Mesta söluaukningin var í Evrópu og Bandaríkjunum. Mest aukning var í sölu jeppa og C bílsins.

Hlutabréf Daimler AG hafa lækkað lítillega í kauphöllinni í Frankfurt það sem af er degi.