*

þriðjudagur, 26. október 2021
Innlent 26. september 2021 11:32

Hagnaður Dalsness dróst saman

Dalsnes, móðurfélag Innness, hagnaðist um 20 milljónir á síðasta ári en árið áður nam hagnaður hálfum milljarði.

Ritstjórn
Gunnhildur Lind Photography

Dalsnes, móðurfélag Innness, Vínness og fleiri félaga, hagnaðist um 20 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaðurinn verulega saman frá fyrra ári er hann nam ríflega hálfum milljarði króna.

Tekjur félagsins námu ríflega 13 milljörðum króna og jukust lítillega frá fyrra ári. Eignir félagsins námu 25 milljörðum króna í lok síðasta árs, skuldir 12,8 milljörðum og eigið fé 12 milljörðum króna. Ólafur Björnsson er eigandi og framkvæmdastjóri Dalsness.

Stikkorð: Innnes uppgjör Dalsnes Vínnes