Hagnaður Debenhamsverslananna í Bretlandi minnkaði á síðasta rekstrarári og er ástæðan talin minni kaupmáttur viðskiptavina.

Samkvæmt upplýsingum sem breska fréttastofan BBC vísar til minnkaði hagnaður um 2,7% og var 154 milljónir sterlingspunda. Reikningsárið náði til 31. ágúst. Sala á vörum jókst hins vegar um 2,5%.

Sala á netinu jókst hins vegar um rúm 46% og er það framar vonum. Netsala fyrirtækisins er um 13% af allri sölunni. Michael Sharp, forstjóri Debenhams, segist sáttur við ársreikninginn miðað við það hversu erfiðar markaðsaðstæður séu.

Búist er við því að fjórar nýjar Debenhamsverslanir verði opnaðar í Bretlandi á næsta ári.