Deloitte endurskoðunarfyrirtæki hagnaðist um 500 milljónir króna fyrir afskriftir og fjármagnsliði á rekstrarárinu 2009 (1. júní 2008 til 31. maí 2009). Að frádregnum þeim liðum var hagnaður fyrirtækisins um 219 milljónir króna. Eignir Deloitte námu 1,7 milljörðum króna í lok ársins og bókfært eigið fé var 235 milljónir króna. Kröfur á tengd félög nema 67,3 milljónum króna. Hagnaður fyrirtækisins jókst um 15% á milli ára.

Þetta kemur fram í ársreikningi Deloitte sem var skilað inn 23. desember síðastliðinn. Skuldir fyrirtækisins nema 1,5 milljörðum króna. Þær skiptast nokkuð jafnt upp í skammtíma- og langtímaskuldir. Í eigu sameignarfélags Í ársreikningnum kemur fram að stjórn Deloitte hafi lagt til að 215 milljóna króna arður verði greiddur út úr fyrirtækinu til hluthafa. Þar er sameignarfélagið D&G sf. langstærst með 99,99% eignarhlut. Eigendur þess félags voru 28 talsins þegar það var stofnað árið 2005. Slík félög þurfa ekki að skila ársreikningum. Deloitte greiddi út 185,8 milljónir króna í arð til hluthafa sinna á rekstrarárinu 2009. Árið áður nam slík greiðsla um 150 milljónum króna.

Ítarlega úttekt á afkomu endurskoðunarfyrirtækjanna er að finna í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan. Viðskiptablaðið er selt í lausasölu í þessum verslunum.