Hagnaðurinn Delta Air Lines lækkaði á 2. ársfjórðungi úr 467 milljónum dala á sama tímabili í fyrra í 198 milljónir, eða um 58%. Félagið birti afkomu sína í dag.

Thomson Reuters hafði spáð 370 milljón dala hagnaði og er afkoman því langt undir spá þeirra.

Helsta örsökin fyrir lélegri afkomu á tímabilinu er hátt eldsneytisverð sem hækkaði um 39% milli ára.

Velta á hvert sæti jókst um 9,9% en sætanýting minnkaði úr 85% í 83,7%.