Hagnaður Deutsche Bank, stærsta banka Þýskalands, nam 2,1 milljarði evra á fyrsta ársfjórðungi 2011. Það er um 17% meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Bankinn birti uppgjörið í dag og hækkaði um allt að 4,4% í kauphöllinni í Frankfurt eftir birtingu.

Þetta er annar mesti ársfjórðungshagnaður í sögu Deutsche Bank. Methagnaður af viðskiptabankastarfsemi og eignastýringu áttu stærstan hlut í velgengni bankans.