Deutsche Bank, stærsti banki Þýskalands og stærsti fjárfestingabanki í Evrópu mælt í tekjum, hagnaðist um 725 milljónir evra á þriðja fjórðungi ársins eða um 120 milljarða króna. Var hagnaðurinn nokkuð umfram væntingar sérfræðinga en aukinn hagnaður af viðskiptabankastarfsemi vóg upp á móti minnkandi þóknanatekjum.

Á sama tímabili í fyrra tapaði bankinn um 1,2 milljörðum evra vegna afskrifta í tengslum við kaup hans á Deutsche Postbank. Það sem af er ári hefur gengi bréfa Deutsche Bank lækkað um 27%.