*

sunnudagur, 28. nóvember 2021
Innlent 22. apríl 2019 15:28

Hagnaður DK dróst saman

Hagnaður DK Hugbúnaðar ehf. á síðasta rekstrarári nam tæpum 107 milljónum króna.

Ritstjórn
Dagbjartur Pálsson, framkvæmdastjóri DK Hugbúnaðar.
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður DK Hugbúnaðar ehf. á síðasta rekstrarári nam tæpum 107 milljónum króna. Það er rétt rúmlega þriðjungur af hagnaði ársins á undan. Samkvæmt skýrslu stjórnar var samþykkt að greiddur yrði 110 milljóna arður til hluthafa vegna ársins. Eigið fé félagsins í árslok nam 334 milljónum og dróst saman um rúmar 65 milljónir.

Laun og launatengd gjöld námu 906 milljónum og jukust um nærri 194 milljónir. Dagbjartur Pálsson er framkvæmdastjóri DK Hugbúnaðar.

Stikkorð: DK Hugbúnaður