*

mánudagur, 21. september 2020
Innlent 20. júlí 2019 18:01

Hagnaður dróst saman um helming

Tekjur Friðheima námu 555 milljónum króna á síðasta ári og jukust um 14% milli ára.

Ritstjórn
Knútur Rafn Ármann, Helena Hermundardóttir eigendur Friðheima.
Haraldur Guðjónsson

Ferðaþjónustu- og garðræktarfyrirtækið Friðheimar ehf. hagnaðist um 15 milljónir króna á síðasta ári, sem er helmingssamdráttur frá síðasta ári. Tekjur félagsins námu 555 milljónum og jukust um 14% milli ára.

Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 23 milljónum og lækkaði um 20 milljónir milli ára. Munar mestu um að launakostnaður og annar rekstrarkostnaður nam samtals 403 milljónum og hækkaði um 29% milli ára.  Eiginfjárhlutfall í lok árs var 40%.