Hagnaður Barclays banka féll um 33% á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Hagnaður nam um 2,6 milljörðum punda, en bankinn lagði til hliðar um milljarð punda vegna lánatrygginga. Bankinn mun endurgreiða öllum þeim viðskiptavinum sem telja bankann hafa afvegaleitt sig í viðskiptum með slíkar tryggingar.

Í kjölfar afkomunnar var tilkynnt um að störfum innan bankans verði líklega fækkað um 3.000 á þessu ári. Störfum hefur þegar verið fækkað um 1.400 á árinu.