*

sunnudagur, 16. júní 2019
Innlent 28. júlí 2018 13:34

Hagnaður dróst töluvert saman

Tekjur Jakobs Valgeirs ehf. námu 2,9 milljörðum króna á síðasta ári.

Ritstjórn
Bolungarvíkurhöfn

Útgerðarfélagið Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík hagnaðist um 158 milljónir króna á árinu 2017 miðað við meðalgengi ársins. Hagnaður félagsins dróst saman um rúman milljarð sem skýrist að mestu vegna lægri afkomu af gengismun og framvirkum samningum.

Velta ársins nam tæplega 2,9 milljörðum króna og jókst um 4% milli ára í evrum talið. Rekstrarhagnaður ársins var 396 milljónir króna og dróst saman um 71 milljón milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins var 22,2% í lok árs.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is