*

þriðjudagur, 17. maí 2022
Innlent 10. febrúar 2020 07:11

Hagnaður dróst verulega saman

Tekjur App Dynamic námu rúmum 200 milljónum og en hagnaður aðeins 6 milljónum árið 2018.

Pratik Kumar er eigandi og framkvæmdastjóri App Dynamic.
Gígja Einars

Hagnaður hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic nam 6 milljónum króna á árinu 2018 og dróst saman um 61 milljón á milli ára.

Tekjur félagsins námu 209 milljónum og lækkuðu lítillega á milli ára en launakostnaður jókst um 37 milljónir milli ára í 129 milljónir.

Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 25 milljónum króna og dróst saman um 53 milljónir milli ára. Eiginfjárhlutfall var 42% í lok ársins og hækkaði um 3,7 prósentustig á milli ára.

Stikkorð: App Dynamic Pratik Kumar