Heildarhagnaður Eikar fasteignafélags á öðrum ársfjórðungi nam 189 milljónum. Þetta er lægri hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann var 643 milljónir.  Hagnaður á fyrri helming ársins nam 1,4 milljörðum króna.

Matsbreyting, söluhagnaður og afskriftir voru 27 milljónir á öðrum ársfjórðung - miðað við 856 milljónir á sama tíma í fyrra.

Rekstrartekjur á öðrum ársfjórðungi námu 1,6 milljarði - samanborið við 1,3 milljörðum á sama tíma í fyrra.

Rekstrarhagnaður Eikar nam 1,1 milljarð á öðrum ársfjórðungi - samanborið við 1,8 milljarð á sama tíma í fyrra.

Eigið fé félagsins í lok tímabilsins nam rúmum 24 milljörðum.

Kemur fram í tilkynningu frá félaginu að það hafi unnið að því að straumlínulaga rekstur félagsins eftir mikinn vöxt undanfarið. Þar á meðal voru dótturfélög Eikar saminuð.