Eldum rétt hagnaðist um 21,9 milljónir króna á síðasta ári en 45 milljónir árið áður. Sala félagsins nam 738 milljónum og dróst saman um 9,5% en rekstrargjöld drógust einnig saman. Eignir félagsins námu 210 milljónum í lok árs, þar af voru fasteignir virði 101 milljón króna.

Sjá einnig: 420 milljónir fyrir Eldum rétt

Skuldir félagsins námu 96 milljónum og eigið fé var 115 milljónir. Ársverk félagsins voru 28. Horn III á helmingshlut í félaginu, Supernova á fjórðungshlut og Portfolio sömuleiðis. Kristófer Júlíus Leifsson er framkvæmdastjóri.