*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Erlent 9. maí 2019 15:30

Hagnaður Emirates fellur um 70%

Hátt eldsneytisverð helsta ástæðan þess að flugfélagið Emirates skilar verstu afkomu í 31 ár.

Ritstjórn
Emirates flugfélagið er með höfuðstöðvar sínar í Dubai.

Hagnaður flugfélagsins Emirates nam 237 milljónum dollara, sem jafngildir 29 milljörðum íslenskra króna, en hagnaður félagsins hefur ekki verið minni í 31 ár.  Rekstrarkostnaður jókst um 8%, aðallega vegna 22% hækkunar á eldsneytisverði. 

Hátt gengi bandaríska dollarans bitnaði ill á félaginu, en kostnaður félagsins er að mestu í dollurum á meðan tekjur eru í gjaldmiðlum sem standa hlutfallslega veikt gagnvart dollara. 

Flugfélagið er hluti af Emirates Group samstæðunni sem skilaði 631 milljón dollara hagnaði á árinu, sem er samdráttur upp 44% frá fyrra ári.