*

laugardagur, 28. nóvember 2020
Innlent 9. október 2020 11:50

Hagnaður Epal dróst saman um 80%

Hönnunarverslunin Epal hagnaðist um 16 milljónir á síðasta ári, meðan tekjurnar héldust svipaðar og eigið fé jókst.

Ritstjórn
Eyjólfur Pálsson er stofnandi Epal.
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður hönnunarverslunarinnar Epal dróst saman um 82% á síðasta ári frá árinu áður, eða úr 92 milljónum króna í rúmar 16 milljónir að því er Morgunblaðið greinir frá upp úr ársreikningi félagsins.

Tekjurnar stóðu nokkurn veginn í stað í 1,5 milljörðum króna. Launagreiðslur til 53 starfsmanna verslunarinnar námu 260 milljónum króna. Innanhúsarkitektinn Eyjólfur Pálsson er stofnandi, og stærsti eigandi verslunarinnar.

Eigið fé félagsins jókst eilítið milli ára, og nam 400 milljónum í lok ársins 2019, en eignirnar drógust hins vegar saman og fóru úr rúmlega 600 milljónum í 582 milljónir króna á árinu. Þar með fór eiginfjárhlutfallið í 69%.

Stikkorð: Epal hönnun uppgjör