Þrátt fyrir minni olíuframleiðslu þá jókst hagnaður Exxon, stærsta olíuframleiðanda heimsins, á síðasta ársfjórðungi 2011. Samanborið við sama ársfjórðung árið 2010 jókst hagnaður um 2% og nam alls 9,4 milljörðum dala.

Samkvæmt tilkynningu frá félaginu var olían 27% verðmætari þennan ársfjörðung en þann sama á árinu áður. Framleiðsla dróst þó saman um 9%, að því er greint er frá í frétt BBC um málið.