Hagnaður olíufélagsins Exxon nam 9,25 milljörðum dala á 4. ársfjórðungi 2010 og jókst um 53% samanborið við sama ársfjórðung 2009. Exxon er stærsta olíufélag heims.

Bætt uppgjör má rekja til aukinnar eftirspurnar eftir olíu og lægri skatta. Alls námu tekjur félagsins 105,2 milljörðum dala samanborið við 89,8 milljarða dala árið 2009.