Hagnaður fasteignafélaganna þriggja í Kauphöllinni var samtals um 13,2 milljarðar og hækkaði um liðlega 27,6% á milli ára en árið 2016 var hann samtals um 10,3 milljarðar. Mestu munar að hagnaður Reita meira en tvö- faldaðist frá fyrra ári og fór úr 5,7 milljörðum í 2,4 milljarða en mestu munar þar um að matsbreyting fasteigna félagsins var 3,6 milljörð- um hærri en árið áður. Hagnaður Regins dróst saman um 0,4 milljarða og hagnaður Eikar hækkaði lítillega eða um 0,1 milljarð.

Heildareignir félaganna 13% af landsframleiðslu

Reitir eru jafnframt langsamlega stærsta félagið hvort sem mælt er í hreinum rekstrartekjum, eignum eða eigin fé. Eignir Reita jukust um sex milljarða á milli ára og námu 140,6 milljörðum í lok árs 2017. Hin félögin tvö sóttu þó nokkuð á en eignir Regins jukust um 14,6 milljarða og stóðu í árslok í tæpum 100 milljörðum en eignir Eikar jukust um 11,5 milljarða og námu rúmum 91 milljarði.

Heildareignir fasteignafélaganna þriggja voru því um 331,2 milljarðar í lok árs 2017 samanborið við 298,6 milljarða í lok árs 2016 en aukningin nam 11%. Mið- að við bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands um hagvöxt á árinu 2017 námu eignir fasteignafélaganna í árslok 2017 því rétt rúmlega 13% af vergri landsframleiðslu sem er aukning um ríflega 0,8 prósentustig á milli ára.

Markaðsvirði félaganna endurspeglast jafnframt í stærð þeirra en þegar þetta er ritað er markaðsvirði Reita rétt tæplega 60 milljarðar króna, markaðsvirði Regins um 37,6 milljarðar króna og virði Eikar 33,5 milljarðar króna.

Reitir með hæstar tekjur á fermetrann

Þegar kemur að fjölda fermetra hafa Reitir um 440.000 fermetra og hreinar rekstrartekjur upp á 17.960 krónur á fermetra sem er jafnframt hæsta hlutfall hreinna rekstrartekna og fermetrafjölda hjá fasteignafélögunum. Þar á eftir kemur Eik sem er með 300.000 fermetra og hreinar rekstrartekjur upp á 17.680 krónur fermetrann. Reginn rekur lestina með 329.000 fermetra og hreinar rekstrartekjur á fermetra upp á 14.380 krónur.

Arðsemi eigin fjár fasteignafélaganna var að meðaltali 11,6% í ár og hækkar um 1,5 prósentustig á milli ára en þar munar aftur mestu um ríflega tvöföldun á arðsemi Reita. Mest arðsemi eigin fjár er þó í Eik eða 12,7%. Arðsemi eigin fjár Regins lækkar um 3,6 prósentustig milli ára og var 10,9% árið 2017.

Samtals handbært fé fasteignafélaganna dregst nokkuð saman á milli ára eða um liðlega þriðjung. Það skýrist að mestu leyti af auknum fjárfestingarhreyfingum sem aukast um sjö milljarða á milli ára eða úr nettó neikvæð- um fjárfestingarhreyfingum upp á 12,5 milljarða árið 2016 í 19,5 milljarða árið 2017. Handbært fé Regins eykst þó úr 0,9 milljörðum í 1,3 milljarða en hjá hinum tveimur félögunum dregst það nokkuð saman. Handbært fé Reita dregst saman um 3,3 milljarða og stóð í 3,4 milljörðum í lok árs 2017. Hvað Eik varðar lækkar handbært fé úr 1,9 milljörðum í 1,4 milljarða

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .