*

föstudagur, 14. ágúst 2020
Innlent 18. apríl 2019 10:13

Hagnaður Eyris Invest 4,4 milljarðar

Hagnaður Eyris Invest á síðasta ári nam 32,4 milljónum evra eða tæplega 4,4 milljörðum íslenskra króna.

Ritstjórn
Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest.
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður Eyris Invest á síðasta ári nam 32,4 milljónum evra eða tæplega 4,4 milljörðum íslenskra króna, samanborið við um 14 milljarða króna hagnað árið áður. Arðstekjur námu rúmlega 1 milljarði króna og jukust þær um tæplega 50% frá fyrra ári.

Eignir námu 77 milljörðum króna og eigið fé var 49,5 milljarðar króna í lok árs 2018. Laun og launatengd gjöld námu 216 milljónum króna. Þórður Magnússon er stjórnarformaður Eyris Invest.

Stikkorð: Eyrir Invest