Gjöld rekstrarfélags samskiptasíðunnar Facebook nærri tvöfölduðust á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Það er meira en 45% tekjuaukning félagsins. Hagnaður Facebook dróst saman milli fyrstu ársfjórðunga, og er það í fyrsta sinn sem það gerist í tvö ár, samkvæmt frétt Reuters um málið.

Auglýsingatekjur félagsins, sem skýra stærstan hluta tekna, drógust saman á fyrstu þremur mánuðum ársins. Forsvarsmenn félagsins segja það algengt á fyrstu mánuðum hvers árs. Alls námu tekjurnar rúmlega 1 milljarði dala, og voru um 6% lægri en á fjórða ársfjórðungi 2011. Hagnaður nam um 205 milljónum dala á fyrsta ársfjórðungi í ár.