Notendum Facebook fjölgar ekki þessi misserin á sama hátt og það gerði eitt sinn áður. Þrátt fyrir það eru tekjur fyrirtækisins að aukast. Í fyrradag kom í ljós að tekjur fyrirtækisins á fjórða fjórðungi höfðu aukist um 63% og hagnaður áttfaldast.

Niðurstöðurnar eru mun betri en fjárfestar höfðu vænst og í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í Facebook í gær um 12%. Gengi bréfa fór upp í 59,98 dali á hlut seinni partinn í gær og haði aldrei verið hærra. Það lækkaði svo niður í 53,53 dali í lok dags.

Ástæða þess að tekjurnar jukust voru þær að forsvarsmenn Facebook gátu sýnt auglýsendum gögn sem sýndu fram á að auglýsingar á Facebook virka vel.

Meira um málið á Wall Street Journal.