Hagnaður af rekstri Facebook nam 333 milljónum dala, eða 40 milljörðum króna, á öðrum fjórðungi. Ástæða góðs uppgjörs er fyrst og fremst rakin til þess að sala á auglýsingum fyrir farsímaútgáfuna af Facebook gekk vonum framar. Hlutabréfamarkaðurinn brást vel við uppgjöri fyrirtækisins þegar það birtist.

„Okkur hefur gengið mjög vel við að innleiða Facebook í farsímana og það tryggir okkur góðan grundvöll fyrir framtíðina,“ segir Mark Zuckerberg stofnandi Facebook í tilkynningu sem BBC birtir.

Facebook er stærsta samfélagsnet í heiminum