*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 29. júlí 2016 11:27

Hagnaður Fálkans eykst

Hagnaður Fálkans jókst mikið milli ára. Samkvæmt ársreikningi félagsins skilaði það 58 milljón króna hagnaði.

Ritstjórn
Hjólað í Borgartúni
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt nýbirtum ársreikningi nam hagnaður Fálkans 58 milljónum króna á árinu 2015. Mikil aukning hefur orðið á afkomu félagsins, en árið 2014 hagnaðist félagið einungis um 3.378.914 krónur. EBITA félagsins nam 97.327.588 milljónum króna á þessu ári. 

Eignir Fálkans nema rúmum 307 milljónum króna, skuldir 227 milljónum króna og eigið fé 373 milljónum króna. 

Stikkorð: Hagnaður Fálkinn Ársreikningur