Berkshire Hathaway, fjárfestingafélag Warren Buffett, hagnaðist um 3,42 milljarða dala, 393 milljarða króna, á 2. ársfjórðungi. Er aukning 74% frá sama tímabili í fyrra.

Eignasafn félagsins er gríðarstórt og meðal eigna þess er Geico tryggingarfyrirtækisins, Dairy Queen og Fruit of the Loom. Um tíma átti félagið 8% hlut í Coca Cola Company.

Warren Buffett er þriðji ríkasti maður heims að mati Forbes tímaritsins. Mat Forbes eignir hans á 50 milljarða dala.