Samkvæmt nýjasta árshlutauppgjöri Fjarskipta hf. hefur hagnaður félagsins dregist saman milli ára. Hagnaður annars ársfjórðung þessa árs, nam 248 milljónum króna og hefur hagnaðurinn því lækkað um 17% milli ára. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins nam 45,3% á tímabilinu.

Tekjur félagsins hafa þó aukist og sé miðað við annan ársfjórðung 2015, hafa tekjurnar hækkað um 2%. Framlegð félagsins nam 1.605 milljónum króna og stendur hún því nánast í stað miðað við sama tímabil í fyrra.

EBITA hagnaður nam 751 milljónum króna, sem nemur 3% lækkun milli ára. EBITA á Íslandi hefur hækkað, en lækkað í Færeyjum, þar sem fyrirtækið heldur einnig úti þjónustu Vodafone.

Í tilkynningu Fjarskipta hf. kemur fram að félagið spáir EBITDA hagnaði upp á 3,2 til 3,4 milljarða árið 2016. Fjárfestingarhlutfallið mun að mati Fjarskipta hf. verða á bilinu 10,5% til 11,2%.