Fjörukráin ehf. skilaði 1,6 milljóna króna hagnaði í fyrra, samanborið við 30,5 milljóna króna hagnað árið á undan, að því er kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins.

Rekstrartekjur félagsins jukust um 25,2 milljónir króna milli ára, en rekstrarkostnaður jókst töluvert meira, eða um 59,9 milljónir króna og skýrir það afkomumuninn.

Bæði hækkaði kostnaðarverð seldra vara töluvert, en liðurinn „annar rekstrarkostnaður“ jókst um rúmar 29 milljónir króna milli ára. Þar skiptir m.a. máli að leigukostnaður jókst um 12,4 milljónir og þá hækkaði viðhaldskostnaður töluvert sömuleiðis.