Hagnaður bandaríska bílaframleiðandans Ford Motor nam einum milljarði dala á 2. ársfjórðungi, um 125 milljörðum króna. Er það 57% minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra.

Góð afkoma var af rekstri Ford í Bandaríkjunum og nam hagnaðurinn 2 milljörðum dala.

Hins vegar var af slæm afkoma af evrópska hlutanum eða 404 milljónir dala. Rúmlega 176 milljóna dala hagnaður var af evrópska hlutanum í fyrra. Einnig var léleg afkoma í Asíu.

Hagnður síðasta árs nam 8,7 milljörðum dala og gerðu áætlanir félagsins ráð fyrir svipaðri afkomu. Ljóst er að áætlanir munu ekki standast.

Ford er annar stærsti bílaframleiðandi í Bandaríkjunum og fimmti stærsti í heimi.