Hagnaður bandaríska bílaframleiðandans Ford nam 1,4 milljarði dala á fyrsta ársfjórðungi. Nam hagnaðurinn 2,6 milljörðum dala á sama tíma í fyrra og dróst því sama um 47% milli ára.

Hærri tekjuskattur á bandarísk fyrirtæki er aðalástæða minni hagnaðar. Að auki var tap af starfssemi Ford í Evrópu og Asíu, samtals um 250 milljónir dala.

Góð afkoma var á rekstrinum í Bandaríkjunum.