Hagnaður bandaríska bílaframleiðandans Ford lækkaði um 8% milli ára  á öðrum ársfjórðungi.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ástæðan sé aukin vöruþróun á nýjum gerðum bíla og hærra verð á hrávöru, sérstaklega stáli og plasti.

Eftirspurn eftir bílum fyrirtækisins minnkaði  bæðí í Norður Ameríku og í Evrópu milli fyrsta og annars ársfjórðungs.  Fyrirtækið segir söluminnkunina litla og stafi af ótta við skuldavanda Bandaríkjanna og landa í Evrópu.

Fyrirtækið segir markaðshlutdeild sína hafa aukist á ársfjórðungnum og hún sé 13,9% í Bandaríkjunum og 8,4% í Evrópu.