Hagnaður Fríhafnarinnar fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) nam 202 milljónum króna í fyrra, á móti 238 milljónum króna á árinu 2012.

Eftir afskriftir og fjármagnsliði  var hagnaður félagsins 74 milljónir. Aðalfundur Fríhafnarinnar var haldinn í Hörpu í dag. Rekstrartekjur Fríhafnarinnar námu tæpum 7,7 milljörðum króna og jukust um 570 milljónir frá fyrra ári.

Fríhöfnin fjölgaði stöðugildum sínum í fyrra til samræmis við aukna veltu og meira umfang í stærri verslunum um tæp 13% milli ára, úr 124  í 140.