Hagnaður fjármálafyrirtækisins GAM Management nam 224,7 milljónum króna í fyrra, samanborið við 125,3 milljóna króna hagnað árið 2011. Í samandregnum ársreikningi kemur fram að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 221,9 milljónum króna, en fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld námu 63,5 milljónum króna.

Félagið greiddi 57,9 milljónir króna í tekjuskatt vegna ársins 2012. Eignir GAM Management jukust úr 275,1 milljón króna í 587,8 milljónir króna á árinu 2012 og eigið fé jókst úr 221,1 milljón í 445,8 milljónir. Skuldir námu 142,1 milljón króna í árslok 2012 og eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki 62,1%.