Samkvæmt ársreikningi Gam Management (GAMMA) nam hagnaður fjármálafyrirtækisins 283 milljónir króna fyrir skatta árið 2012 og 225 milljónir eftir skatta. Tekjuskattur að fjárhæð 57 milljónir kemur til greiðslu á þessu ári vegna fyrra rekstrarárs.

Eigið fé félagsins var 446 milljónir króna um síðustu áramót. Heildareignir í stýringu hjá félaginu eru um 27 milljarðar króna í 11 sjóðum. Þar af voru þrír verðbréfasjóðir, sjö fagfjárfestasjóðir og einn fjárfestingarsjóður. Hjá Gamma störfuðu níu manns að meðaltali árið 2012.