Hagnaður Gazprom PJSC, stærsta gasframleiðanda heims, lækkaði um 5,2% á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, sem hagnaðist þó um 5,6 milljarða dali á fyrsta fjórðungi ársins.

Tekjur Gazprom jukust einnig um 5% og námu rúmlega 1.740 milljörðum rúbla. Evrópski markaðurinn er mikilvægur fyrir félagið, en alls seldi félagið 58,1 milljarð rúmmetra af gasi til Gazprom. Sölutekjur félagsins í Evrópu, jukust um 22%, en um 2% í Rússlandi.

Helstu gjaldaliðir félagsins hafa hækkað á árinu, og nam rekstrarkostnaður á fyrsta fjórðungi ársins rúmum 1.450 milljörðum rúbla.