Hagnaður General Electric jókst um 2,5% á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Eftirspurnin í Bandaríkjunum og Kína yfirskyggði daufa sölu í Evrópu.

Sala á iðnvörum í Evrópu lækkað um 7% en hækkaði um 6% í Bandaríkjunum og 24% í Kina. Tekjuaukning var 2,5% sem var undir væntingum sérfræðinga.

Hlutabréf GE hækkuðu um 1,4% við þessar fregnir og hafa hlutabréf GE hækkað um samtals 10,8% það sem af er ári.