Hagnaður Goldman Sachs á síðasta ársfjórðungi dróst saman um heil 65%, eða sem um nemur 1,54 milljarða bandaríkjadala - 200 milljarða íslenskra króna.

Hagnaður félagsins á fjórðungnum nam 765 milljónum bandaríkjadala, en árið áður hafði hagnaðurinn numið 2,17 milljörðum dala.

Samdrátturinn stafar af því að Goldman Sachs var krafið um 5,1 milljarð bandaríkjadala fyrir að hafa haft viðskipti með ólögmæt veðlánabréf áður en fjármálakreppan skall á árið 2008.

Þá hefur gengi bréfa GS fallið um 13% á liðnu ári, eða 3 prósentustigum meira en vísitala S&P féll á árinu. Bankinn hefur aldrei greitt jafn mikinn dómsmálakostnað í sögu félagsins.