Hagnaður Goldman Sachs fjárfestingabanka nam 2,39 milljörðum dala á 4. ársfjórðungi 2010. Er það 53% minni hagnaður en á sama tímabili 2009. Fjárfestar bjuggust við slökum árangri líkt og raunin varð.

Líkt og hjá Citigroup, sem birti uppgjör sitt í gær, má rekja stóran hluta lélegs árangurs til deildar sem sér meðal annars um skuldabréfa- og gjaldmiðlaviðskipti.

Heildarhagnaður félagsins á árinu 2010 var 8,4 milljarðar dala. Laun- og launatengd gjöld, þar á meðal bónusar, námu 15,4 milljörðum króna og lækkuðu um einungis 5% á milli ára. Það þýðir að meðalárslaun voru 431 þúsund dalir, jafnvirði um 50 milljóna króna. Ber þó að nefna að stjórnendur bankans eru á margfalt hærri launum en almennir starfsmenn.