Bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hagnaðist um 2,14 milljarða bandaríkjadollara á þriðja ársfjórðungi 2014, en það jafngildir um 257 milljörðum íslenskra króna. BBC News greinir frá.

Til samanburðar hagnaðist bankinn um 1,43 milljarða dollara á sama tímabili á síðasta ári og er hagnaðurinn nú því um helmingi meiri en í fyrra. Heildartekjur bankans jukust jafnframt um 25% og námu 8,39 milljörðum dollara.