Móðurfyrirtæki Google, Aphabet Inc. tilkynnti um að hagnaður fyrirtækisins hefði aukist um 24%. Kemur aukningin mikið til vegna aukinnar snjallsímanotkunar.

Auknar auglýsingatekjur

Samkvæmt Alphabet hefur vöxturinn aukist með auknum kaupum fyrirtækja á auglýsingum í leitarvél fyrirtækisins og öðrum vörum þess, á sama tíma og notendur hafa í auknum mæli smellt á og skoðað þessar auglýsingar.

Jukust tekjur af auglýsingasölu fyrirtækisins jukust um 21%, og námu þær 21,5 milljörðum Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi. Var það meira en væntingar höfðu verið um, sem var 20,76 milljarður.

Milljarður hefur aðgang að internetinu

Aukin notkun snjallsíma hefur komið tækjum sem tengd eru við internetið í hendur meira en milljarðs af íbúum heimsins, sem aukið hefur notkun netsins stórlega.

Hlutabréf í Alphabet, sem lækkað höfðu á árinu um 1,6% þangað við lokun markaða í gær, tóku 4% stökk í viðskiptum utan markaða. Fyrirtækið hefur undanfarið átt í vandræðum með að uppfylla væntingar fjárfesta, þar sem tekjur þess hafa ekki náð því sem fyrir hafði verið spáð í 8 af síðustu 12 ársfjórðungum.

Tekjur Facebook jukust einnig

Aðalkeppinautur Google, Facebook, tilkynnti á miðvikudag um að tekjur fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi hefðu nálega þrefaldast frá því árinu á undan, og náð 2,1 milljarði dala. Þar voru tekjur af snjallsímum um 84% af 6,2 milljarða dala auglýsingatekjum ársfjórðungsins.

Á ársfjórðungnum sem lauk 30. júní síðastliðinn jókst hagnaður Alpabet í 4,88 milljarða dala, eða um 7 dali á hlut, sem er hækkun úr 3,93 milljörðum dala, eða 4,93 dali á hlut frá árinu á undan. Ef ákveðnir þættir eru ekki teknir með í reikninginn, námu tekjur Alphabet 8,42 dölum á hlut, sem var meira en þeir 8,04 dalir sem væntingar höfðu verið um.

Enn meiri tekjuaukning af annarri sölu

Jukust smellir á auglýsingar fyrirtækisins um 29% á öðrum ársfjórðungi, miðað við fyrir ári síðan. Tekjuaukning Google af auglýsingum var þó minni en tekjuaukningin af sölu fyrirtækisins á öðrum vörum, sem jókst um 33% frá því fyrir ári í 2,17 milljarði dala. Telst þar helst til sala á skýjalausnum fyrirtækisins.