Google Iceland, sem er hluti af bandarísku Google-samstæðunni, skilaði 4,7 milljóna króna hagnaði í fyrra, samanborið við 8,3 milljóna króna hagnað árið 2013.

Í ársreikningi kemur fram að tekjur félagsins námu 65,5 milljónum króna í fyrra, en ársreikningur fyrir árið 2013 var samandreginn og því ekki hægt að bera saman árin hvað þetta varðar. Rekstrarhagnaður félagsins dróst saman úr 11,4 milljónum króna árið 2013 í 5,6 milljónir í fyrra.

Eignir félagsins námu í fyrra 37,9 milljónum króna í fyrra, en voru 53,4 milljónir í árslok 2013. Eigið fé nam um síðustu áramót 28,1 milljón króna.