Vefrisinn Google hefur skila árshlutauppgjöri og kemur þar fram að hagnaður fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi hafa numið 2,8 milljörðum dollara, sem jafngildir um 337 milljörðum íslenskra króna.

Hagnaður fyrirtækisins er um 5% en á sama tímabili á síðasta ári og jafnframt minni en sérfræðingar höfðu búist við. Gerði þetta það að verkum að hlutabréf í Google lækkuðu um 3% eftir að félagið hafði kynnt uppgjörið.

Aukinn kostnaður vegna fasteigna hafði töluverð áhrif á hagnað fyrirtækisins, svo sem vegna gagnavera, og jókst hann um 37% frá sama tímabili í fyrra. Nam hann nú um 3,35 milljörðum dollara.