Hagnaður Haga á fyrsta ársfjórðungi nam 939 milljónum króna eða 5,0% af veltu. Velta tímabilsins nam tæplega 18,89 milljörðum króna.

Árshlutareikningur Haga hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2014/15 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í dag. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. Mars til 31. maí 2014. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dóttur­félaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Endurskoðendur félagsins, KPMG ehf., hafa hvorki endurskoðað né kannað reikninginn. Framlegð tímabilsins var 24,2%, hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 1.405 milljónum króna.

Heildareignir samstæðunnar námu 26,8 milljörðum í lok tímabilsins. Handbært fé félagsins nam 3.,5 milljörðum og  í lok tímabilsins og eigið fé félagsins nam 13 milljörðum króna í lok tímabilsins. Eiginfjárhlutfall var 48,7% í lok tímabilsins.