Ráðgjafafyrirtækið IFS segir að uppgjör Haga fyrir þriðja fjórðung hafi verið heldur betra en fyrirtækið hafði búist við. Félagið birti uppgjör 3. Ársfjórðungs á föstudaginn en félagið gerir upp á rekstrarárinu 1. mars – 28. febrúar.

Tekjur voru 18,0 milljarðar króna og segir IFS að það sé eilítið hærri tekjur en reiknað hafi verð með, en meiru skiptir að framlegðarhlutfallið reyndist líka 24,5% í stað 23,9%, sem við spáðum.

Nettóhagnaður félagsins á þriðja fjórðungi nam 800 milljónum króna og hækkaði um heil 57% á milli ára.